Þess vegna velja fleiri og fleiri sjómenn TronTracker
Íslenskir sjómenn hafa um árabil nýtt sér AIS-senda til að staðsetja veiðarfæri sín, svo sem línu, neta og snurvoðarbaujur. En þegar þessi notkun hóf að skapa alvarlegan öryggisvanda vegna mikils fjölda sendanna voru innleiddar nýjar reglur sem kalla á nýjan og endurhannaðan búnað sem ekki truflar AIS kerfið.
TronTracker var þróað einmitt til að mæta þessari þörf: Öflugt og nákvæmt staðsetningarkerfi sem veitir þér fulla yfirsýn yfir veiðarfæri þín, jafnvel við erfiðustu aðstæður.

Full yfirsýn yfir öll veiðarfæri – einfalt, öruggt og löglegt
Að hafa góða yfirsýn yfir net, línu og önnur veiðarfæri er lykilatriði fyrir skilvirkar og öruggan fiskveiðar. Til fjölda ára hafa AIS-baujur verið notaðar sem hjálpartæki, en með tímanum orsakaði tæknin bæði öryggis og siglingavandamál. Þar sem AIS-baujurnar senda frá sér samskonar merki og raunveruleg skip, olli það ruglingi og skapaði hættu fyrir sjófarendur
Til að tryggja öruggari siglingar hafa yfirvöld í mörgum Evrópulöndum bannað notkun AIS-bauja til merkingar á veiðarfærum frá upphafi árs 2025. Þörfin fyrir löglega, nákvæma og áreiðanlega lausn var mikil – sem varð kveikjan að þróun TronTracker.
TronTracker – öflug, lögleg og nákvæm staðsetningarlausn
TronTracker er staðsetningartæki sem er sérstaklega þróað fyrir sjómenn sem vilja hafa góða yfirsýn yfir veiðarfæri sín. Tækið er þróað í Noregi og hefur verið prófað við einhverjar erfiðustu og mest krefjandi veðuraðstæður í heimi. Afraksturinn er vara sem þú getur treyst – allt árið um kring.
Með TronTracker festan á baujuna veistu alltaf nákvæmlega hvar veiðarfærin eru staðsett. Það þýðir að minni tíma þarf að verja í leit, minni eldsneytisnotkun – og meiri tíma í sjálfar veiðarnar. Kerfið veitir betri drægni, nákvæm merki og áreiðanlega virkni jafnvel þegar baujan fer í kaf vegna strauma og veðurs.
Í stuttu máli:
• Minna tap á veiðarfærum
• Fljótlegra að finna veiðarfæri.
• Tíma og eldsneytissparnaður.
Finndu veiðarfærin flótt og örugglega
Að tapa veiðarfærum er þreytandi, tímafrekt og kostnaðarsamt – og jafnframt umhverfisvandamál. Auk þess tapast dýrmætur vinnutími við leit að búnaðinum. Með TronTracker hefurðu alltaf fulla yfirsýn. Tækið sendir staðsetningarmerki sem gera þér kleift að finna baujuna fljótt, nákvæmlega og án óþarfa krókaleiða.
Þetta skilar sér í:
• Minni tíma í leit
• Meiri rekstrarhagkvæmni
• Lægri eldsneytiskostnaði
• Fyrirsjáanlegri vinnudegi
TronTracker er þróað af fólki með langa reynslu úr sjómennsku og siglingum. Þetta er lausn þróuð af fagfólki – fyrir fagfólk.
Betra fyrir hafið – og betra fyrir þig
Töpuð veiðarfæri eru umhverfisvandamál sem hafa áhrif bæði á fiskistofna og þá sem hafa atvinnu af fiskveiðum. Þegar net, lína og önnur veiðarfæri týnast verða plast, málmar og afli eftir í hafinu. Það skaðar vistkerfin – og kostar þig peninga.
Með TronTracker dregur þú úr hættunni á að búnaður sitji eftir á hafsbotni. Þú finnur veiðarfærin áður en þau tapast endanlega og leggur þannig þitt af mörkum til að draga úr draugaveiðum, minnka mengun og stuðla að sjálfbærari fiskveiðum.
Í stuttu máli:
• Þú tapar síður veiðarfærum.
• Þú stundar sjálfbærari veiðar.
• Þú stuðlar að hreinna hafi og öruggari framtíð fyrir greinina.
Reynsla sjómanna
Marius Knudsen á fiskibátnum Sommarøy hefur notað TronTracker við vetrarveiðar undan Vesterålen og lýsir reynslu sinni svona:
„TronTracker er afar öflugt staðsetningartæki. Baujan hefur margoft dregist á kaf vegna strauma, en sendirinn virkar fullkomlega í hvert skipti sem hún kemur upp aftur. TronTracker er áreiðanlegt lausn fyrir heilsársnotkun við krefjandi aðstæður.“



